144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

breytingartillögur við rammaáætlun.

[11:38]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég fagna því að það eigi að vera fundur með þingflokksformönnum en óska jafnframt eftir, og tek þannig undir með beiðni hv. þm. Guðbjarts Hannessonar, að forsætisráðherra verði við umræðuna.

Það sem ég hef líka gríðarlegar áhyggjur af er að það er algjört upplausnarástand í landinu. Það lítur mjög illa út að við séum hér að karpa um mál sem er alveg ljóst að á að reyna að nauðga í gegnum þingið. Við ættum miklu frekar að einhenda okkur í að hleypa að máli frá hæstv. félagsmálaráðherra um húsnæðiskerfið sem bíður enn eftir að vera lagt fram á þingi. Við eigum að hleypa því inn í þingið til 1. umr. og ég skora á forseta að greiða því leið um leið og það kemur úr ríkisstjórn ef það kemur einhvern tímann.