144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

lengd þingfundar.

[11:44]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég væri til í að vera hér fram á nótt og ræða um stöðuna á vinnumarkaði. Ég væri líka til í að halda kvöldfund og jafnvel næturfund um áætlanir ríkisstjórnarinnar hvað varðar makríl og fiskveiðistjórn. Ég gæti sagt það sama um mörg önnur mál sem ég væri tilbúinn að halda hérna næturfundi út af en ekki að boða hér lengdan þingfund og kvöldfund um mál sem algert ósætti er um og er algerlega stíflað hér í þinginu og búið er að stífla öll þingstörf, ekki út af minni hlutanum heldur vegna þess að meiri hlutinn í þinginu ákvað að virða að vettugi aðvaranir minni hlutans um þetta mál. Meiri hlutinn fór fram af þessari bjargbrún með bæði augun opin og sjást engin bremsuför á brúninni eftir það.