144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

lengd þingfundar.

[11:50]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég trúi því trauðla að þetta séu viðbrögð forseta við því að tillaga minni hlutans um dagskrárbreytingu var felld. Ég trúi því ekki að hann ætli að láta kné fylgja kviði og halda þessu máli á dagskrá inn í nóttina. Ég spyr því: Er verið að óska eftir lengdum þingfundi af því að forsætisráðherra eða jafnvel hæstv. fjármálaráðherra ætli að flytja okkur skýrslu um stöðuna á vinnumarkaði? Er verið að óska eftir lengdum þingfundi til að koma á dagskrá mikilvægum málum sem eru tilbúin til umræðu? Hvaða mál eru það þá sem eru svo brýn? Eða er búist við breytingartillögu við breytingartillögu hér á skjali með rökstuðningi? Ef svo er ekki get ég ekki stutt þessa tillögu forseta.