144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

lengd þingfundar.

[12:01]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það virðast ekki allir hv. þingmenn í þessum ágæta sal átta sig á því hvert umræðuefnið er, en umræðuefnið er dagskráin, í þessu tilfelli lenging þingfundar vegna tiltekins máls. Ég velti fyrir mér hvort allir hv. þingmenn átti sig á því hvaða mál þetta er, en við megum alls ekki nefna það á nafn því það væri efnisleg umræða.

En mig langar að leggja til, fyrst fyrir liggur að hér verði kvöldfundur sem ég er alveg til í ef þannig verður og það verður auðvitað þannig, að við ræðum það sem er kannski það mikilvægasta núna sem liggur fyrir Alþingi og það er fundarstjórn forseta. Kannski ætti það að vera heill dagskrárliður þar sem þingmenn fengju 20–30 mínútur til að ræða fundarstjórn forseta í einu, með andsvörum og öllu. Ég held að fullt tilefni sé til þess. Þingsköpin leyfi það, og hver veit, kannski einn daginn stjórnarskrá.