144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

lengd þingfundar.

[12:02]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér hefur verið þráspurt um hvort hæstv. forsætisráðherra verði þá við umræðuna fyrst hér á að boða til lengri þingfundar. Hér hefur líka verið spurt hvort hann hyggist í dag kannski, og af þeim ástæðum sé verið að lengja þingfund, flytja skýrslu um stöðuna á vinnumarkaði sem er grafalvarleg eins og allir vita. Hæstv. forseti hefur ekki veitt okkur nein svör, en ég vil vekja athygli á því að í þingmannahópnum erum við svo heppin að vera með aðstoðarmann hæstv. forsætisráðherra, hv. þm. Ásmund Einar Daðason. Það væri ágætt, ef forseti er ekki í betri samskiptum við hæstv. forsætisráðherra en svo að hann viti ekkert um fyrirætlanir hans, að aðstoðarmaðurinn, einn af fjölmörgum, fari yfir með okkur hvort hann eigi von á því að hæstv. forsætisráðherra sé að semja slíka skýrslu eða hvort hann yfir höfuð geti sinnt skyldum sínum sem þingmaður og verið hér á þingfundi í dag.