144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

lengd þingfundar.

[12:16]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Ég mótmæli þessari ákvörðun. Ég viðurkenni að mér finnst oft bara skemmtilegt á kvöldfundum á Alþingi, (Gripið fram í: Láttu ekki svona.) oft bara gaman, en ég mótmæli því umræðuefni sem er sett á dagskrá. Þess vegna get ég ekki samþykkt þennan kvöldfund. Það er neyðarástand í samfélaginu. Það eru gríðarlega alvarlegir hlutir að gerast á vinnumarkaði. Það er fullt tilefni fyrir okkur öll sem hér störfum að setja til hliðar öll deilumál og einbeita okkur að því sem blasir við. Það er það sem við erum búin að reyna að gera hér með dagskrártillögu og núna með því að mótmæla þessari lengd þingfundarins. Það er þó eitthvert tilhlökkunarefni í dagskránni, (Forseti hringir.) ég hlakka mjög til að heyra ræður hv. þm. Þórunnar Egilsdóttur, sem verður hér á eftir, og hv. þm. Höskuldar Þórhallssonar, sem er formaður í umhverfisnefnd, um þá tillögu sem er á dagskrá.