144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

um fundarstjórn.

[12:18]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forseta í þetta sinn fyrir það að verða við ósk um að halda þennan fund með þingflokksformönnum. (Gripið fram í.) Ég óska eftir því að hæstv. forseti íhugi vandlega með formönnum þingflokka hvernig hægt er að komast úr þessari stöðu, taki til hliðar hagsmuni Sjálfstæðisflokksins í málinu og horfi til þess með hvaða hætti við getum sómasamlega lokið þessu þingi og tekið á dagskrá alvörumál sem snerta fólkið í landinu. Það verður ekki gert með því að setja hnefann á loft aftur og aftur með hótunum um kvöldfundi þar sem enginn stjórnarliði tekur þátt í umræðunum. Það er ekki til friðarins fallið og ég vona að hæstv. forseti muni á þessum fundi með formönnum þingflokka íhuga það sáttaboð sem við höfum hér ítrekað lagt fram.