144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

kvöldfundur og umræðuefni fundarins.

[15:07]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Það var leitt að heyra að ekki hafði orðið mikill árangur af fundi þingflokksformanna þannig að enn höldum við áfram að ræða þessa tillögu. Ég vil taka undir með hv. þm. Kristjáni L. Möller, samflokksmanni mínum, um orðið yfir þessa breytingartillögu, þetta er ólánstillaga, vegna þess að það tæki engan eða lítinn tíma að samþykkja upphaflega tillögu umhverfisráðherra og væntanlega mætti búast við að það væri nokkuð góður meiri hluti fyrir henni hér á þingi, en á meðan logar hér allt í verkföllum og enginn gerir neitt í því.

Síðan tek ég undir með samflokksmönnum mínum sem hér hafa talað, það þarf náttúrlega að fara að spyrja hæstv. ráðherrann sem fer með menntamál í landinu hvað hann sé að hugsa, ekki bara í framhaldsskólunum, heldur líka í (Forseti hringir.) tónlistarskólum landsins sem fréttir berast af að hann ætli (Forseti hringir.) að rústa eins og framhaldsskólakerfinu.