144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

störf þingsins.

[15:37]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég ákvað að nýta mér svigrúmið þar sem nokkrir hv. þingmenn ákváðu að taka ekki sitt pláss í umræðunni og nýta þetta tækifæri til að leiðrétta málflutning hv. þm. Katrínar Júlíusdóttur þar sem hún sagði í ræðu sinni áðan að samgönguáætlun væri föst inni í þingflokki Framsóknarflokksins — (Gripið fram í.) hafði heyrt það, ókei. Mig langaði bara að koma fram með þær upplýsingar að þann 25. apríl sl. var samgönguáætlun afgreidd út úr þingflokki Framsóknarflokksins og þá hlýtur hún að fara að koma eða ég vona að hún verði lögð fram hér í þinginu þannig að við getum séð hvað í henni er. Vonandi getum við svo farið að ræða hana. Ég vildi bara koma á framfæri þessum upplýsingum.