144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áframhald umræðu um rammaáætlun.

[17:04]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Jæja, það hlaut að koma að því fyrr eða síðar að þetta yrði krotað niður á blað sem er gott og blessað, en þetta breytir engu um það hvar þessar breytingartillögur standa gagnvart málinu, hver hættan er við það að afgreiða það eins og það stendur núna, hvort sem það er með þessari breytingartillögu eða ekki. Það er ekki Hagavatnsvirkjun sem gerir greinarmuninn á því hvort þessi breytingartillaga sé lögmæt eður ei þegar fram líða stundir og þetta verður væntanlega samþykkt og væntanlega kært. Þótt það sé ágætt að menn hafi loksins komið þessu niður á blað eftir þó nokkuð mikið af kvörtunum frá minni hlutanum er þetta eitt og sér ekki neitt til þess að breyta stöðu málsins. Mér finnst mikilvægt að halda því til haga.