144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áframhald umræðu um rammaáætlun.

[17:05]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Það er ekki að spyrja að því. Loksins kemur breytingartillagan sem hefur verið kallað mikið eftir og þá er hún ómöguleg. Við lögðum okkur í líma við að hafa hana nógu einfalda svo það yrði enginn misskilningur (Gripið fram í.) en ég skil vel að hv. þingmönnum stjórnarandstöðunnar finnist þetta þunnur þrettándi (Gripið fram í.)því að auðvitað hefðu þeir viljað hafa liði a–c (Gripið fram í: Já.) og helst Hvammsvirkjun líka, allar virkjanirnar. (Gripið fram í.) Með því að segja að önnur sjónarmið eigi við um hana erum við að vitna í einmitt rökræðuna sem hefur farið hér fram, að verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur ekki sett Hagavatnsvirkjun í nýtingarflokk, við viðurkennum það, en verkefnisstjórn rammaáætlunar 2 setti alla hina kostina í nýtingarflokk. Með (Forseti hringir.) því að virkja Hagavatn vorum við að vitna til þess að við mættum færa milli flokka þá kosti sem hefur verið fjallað um. (Forseti hringir.) (Gripið fram í.) Sá er munurinn.