144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áframhald umræðu um rammaáætlun.

[17:07]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Þessi orð hv. þingmanns sýna ljóslega að samkomulaginu um rammann og því faglega ferli er lokið. Það er bara þannig. Það er búið að drekkja rammanum í þessu verkferli meiri hluta atvinnuveganefndar og meiri hluta Alþingis því að þetta mál er hér á dagskrá af því að forseti Alþingis hefur sett í forgang að það verði klárað og allt annað sett í gíslingu og allt þingið sett í uppnám sem og samfélagið. Ég hef af þessu áhyggjur, forseti, sem og af því að forseti sé ákaflega hlutdrægur í þessu máli. Því lýsi ég yfir vantrausti á forseta Alþingis til að fara með dagskrárvaldið þegar kemur að þessu máli.