144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:31]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er alveg hárrétt að atvinnuveganefnd getur ekki lagt faglegt mat á þessa kosti. En þeir kostir sem við leggjum fram hér eru á þeim grunni að verkefnisstjórn í 2. áfanga og verkefnisstjórn í 3. áfanga hefur fjallað um þá, alla kostina í verkefnisstjórn 2. áfanga og verkefnisstjórn 3. áfanga, þ.e. um þá sem ég tilgreindi áðan. (KLM: Af hverju gerði þá ráðherrann ekki tillögu um þetta?)

Varðandi Hagavatn kom fram í flutningi formanns hv. atvinnuveganefndar í upphafi að sá kostur væri byggður á hvað veikustum grunni. Hann hefur ekki farið í gegnum þetta faglega mat. En þar voru nefndarmenn að hlusta á tillögur heimamanna, óskir heimamanna um það, og hann er einn af þessum kostum. Og það sem gerir þetta svo umdeilanlegt allt saman með náttúruverndina er að þar eru rök bæði með og á móti á báðum vængjum og menn … (Gripið fram í.) Þess vegna drögum við þetta til baka af því að þetta var lagt hér fram á hvað veikustum grunni eins og fram hefur komið í máli okkar.