144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:36]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel mikilvægt að koma af stað framkvæmdum í samfélaginu og atvinnulífinu betur af stað. Það er ákall eftir meiri orku. Tilfellið er að á síðasta kjörtímabili, þegar virkjunarkostum var kippt til baka, varð stöðnun og stopp á framkvæmdum. Ég held að það sé mjög mikilvægt að ýta þeim áfram.