144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:54]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Enn mótmælum við í minni hlutanum á þingi dagskrá þingsins þar sem lög um rammaáætlun hafa verið brotin af meiri hluta atvinnuveganefndar og lögð hefur verið fram tillaga til breytinga á tillögu umhverfisráðherra um rammaáætlun, tillögu umhverfisráðherra um að færa Hvammsvirkjun í virkjunarflokk. Fjórar breytingartillögur eru fluttar við það og það er brot á lögum um rammaáætlun, um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þess vegna mótmælum við og við munum halda því áfram.

Það sorglega við þetta allt saman er að það bætir aldrei úr skák þegar flutningsmenn þessarar tillögu koma hér, hv. þingmenn og fulltrúar í atvinnuveganefnd, sérstaklega frá Framsóknarflokknum vegna þess að hinir láta ekki sjá sig og svo einn fulltrúi frá Sjálfstæðisflokknum í gær sem flutti hér ágæta ræðu, því þeir virðast botna hvorki upp né niður í lögum um rammaáætlun og ekkert í því hvað þeir hafa verið að gera. (Forseti hringir.) Við munum mótmæla þangað til þetta fer af dagskrá.