144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:14]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég man þegar ég var svona sex ára og menn gerðu eitthvað af sér, datt í hug að gera ýmislegt hvor gagnvart öðrum, þá voru þeir skammaðir. Þá sögðu þeir: Hann byrjaði, þess vegna má ég líka gera það. Þessi rök þykja almennt ekki mjög góð í íslensku samfélagi og ég verð að hafna algerlega þeim rökum eða meintu rökum hv. þm. Jóns Gunnarssonar að þetta sé það sama og var gert á síðasta kjörtímabili. Ekki að það skipti neinu máli, en gefum okkur að svo sé. Það eru bara engin rök. „Hann byrjaði“ eru ekki lögmæt rök. En reyndar miðað við þá hörðu gagnrýni sem síðasta ríkisstjórn fékk frá þeim hv. þingmanni á þeim tíma mundi maður halda að hv. þingmaður væri að viðurkenna á sama tíma að hann sé að gera rangt núna, hann sé að viðurkenna það sjálfur. Komi hann hingað og leiðrétti mig ef hann þorir.