144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:04]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Frú forseti. Maður er nú þokkalega bjartsýnn að eðlisfari og heldur alltaf að eftir að gert er hlé — núna var gert matarhlé í klukkutíma, venjulega er það ekki nema í hálftíma — þá sé eitthvað að gerast. (Gripið fram í.) Þá hefur maður þær væntingar til mannkynsins og þessa meiri hluta að menn séu að reyna að leysa málin. En það virðist lítið hafa gerst í þessum klukkutíma matartíma annað en það að fólk hefur troðið sig út af mat og situr uppi með það, en meiri hlutinn hefur ekkert reynt að leggja neitt gott til lausnar þessu máli sem heldur áfram að rúlla. Ég legg til að þetta mál verði tekið af dagskrá, því að ég sé ekki tilganginn með því að hafa það á dagskrá þegar menn reyna ekki að ná neinum sáttum.