144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:13]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Frú forseti. Það hefur komið í ljós að sú skjaldborg er fallin sem forsætisráðherra ætlaði að hafa sem ástæðu fyrir því að ryðjast fram með þessar virkjunarframkvæmdir fram hjá öllum lögum. Skjaldborgin var það verkafólk sem er í dag með 214.000 kr. á mánuði en fólkið átti að kaupa það í kjarasamningsviðræðum að verið væri að virkja sérstaklega fyrir það, að það fengi nú aðgang að rafmagni í launaumslögin. Er þetta ekki orðið á ansi lágu plani? Aðilar vinnumarkaðarins hafa svarið þetta af sér svo það liggur alveg ljóst fyrir að ekki er verið að liðka til fyrir kjarasamningum með því að fara ólöglegar leiðir í því að troða virkjunarkostum í nýtingu. Það er eitthvað annað sem rekur menn áfram. Sú spurning liggur áfram í loftinu.