144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:19]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég verð að viðurkenna að ég deili þessum áhyggjum með hv. þm. Svandísi Svavarsdóttur. Það er einsýnt að ríkisstjórnin nær ekki að klára mikilvæg mál og þarf þar af leiðandi að lengja þingið til þess að finna tíma til þess að koma þessum málum að. Væri þá ekki skynsamlegra, forseti, að bara vera heiðarlegur? Af hverju er ekki hægt að vera heiðarlegur? Óheiðarleikinn og hefðin fyrir því að ljúga sig út úr öllu er nú að koma í bakið á þessari ríkisstjórn. Það er bara þannig. Og haldið endilega áfram á ykkar braut, endilega. Með hverjum einasta degi sem líður minnkar traustið á ríkisstjórnarflokkunum og þeir axla enga ábyrgð á því, heldur halda þeir bara áfram að tuddast og tuddast, alveg nákvæmlega eins og lesa má í hinni stórkostlega raunsönnu og óþægilegu grein, „Landi hinna klikkuðu karlmanna“.