144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:30]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Mér finnst athyglisvert í þessu máli að þáverandi hæstv. umhverfisráðherra lagði bara fram einn virkjunarkost og síðan er það meiri hluti atvinnuveganefndar sem hendir inn fjórum öðrum en hefur nú með munnlegri breytingartillögu dregið til baka einn kostinn. Ég mundi vilja fá að ræða við hæstv. núverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra um afstöðu hans í þessu máli. Af hverju lagði hann bara fram einn virkjunarkost? Er hann sáttur við þessa tilhögun og það sem er í gangi núna? Af hverju lagði hann ekki fram alla fimm kostina ef það er vilji meiri hlutans hér, stjórnvalda og meiri hlutans? Það væri sá ráðherra sem ég mundi helst vilja tala við. Ég veit ekki hvort það þjóni nokkrum tilgangi að fá hæstv. forsætisráðherra hingað í salinn.