144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[20:59]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég kannski náði ekki alveg spurningu hv. þingmanns, en ég heyrði þó að hann var að spyrja mig um hið faglega mat, hvort ég teldi að farið hefði fram mat varðandi virkjanir í neðri hluta Þjórsár … (RM: Hvort því væri lokið.) Því væri lokið? Ég er þeirrar skoðunar, eins og ég sagði hér áðan, að lögin geri að minnsta kosti þann áskilnað að vinna við að kanna hvort þessir virkjunarkostir eigi að fara í nýtingarflokk sé fullnægjandi til þess að Alþingi geti tekið ákvörðun varðandi virkjanirnar í neðri hluta Þjórsár.

Varðandi Skrokköldu verð ég eiginlega bara að vísa í álit ASÍ sem ég rakti hér (Forseti hringir.) áðan. Ég verð að viðurkenna að ég er á svipuðum slóðum og hv. umhverfis- og auðlindaráðherra, (Forseti hringir.) að ég horfi á þetta álit og svo hlusta ég á umræður og reyni að vega það og meta hvort hún eigi líka að færast yfir (Forseti hringir.) í nýtingarflokk.