144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:01]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar til þess að spyrja út af orðum hv. þingmanns hvort hann hafi þá kynnt sér nýjasta álit ASÍ. Hann vitnar mikið í álit sem ASÍ gaf árið 2012, en í umsögn ASÍ í umfjöllun um núverandi þingsályktunartillögu segir, með leyfi forseta:

„Að mati ASÍ er nauðsynlegt að hver virkjanakostur fái þá umfjöllun hjá verkefnisstjórn, byggða á faglegum rannsóknarniðurstöðum, sem vera ber áður en lagt er til að færa einstaka virkjanakosti úr einum flokki yfir í annan. [...] Alþýðusamband Íslands telur mikilvægt að Alþingi styðji þá breiðu sátt um fagleg vinnubrögð sem einkennt hefur alla vinnu í tengslum við undirbúning áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða og mælist því til um að tillögur verkefnisstjórnar á hverju tíma séu virtar.“

Tekur hv. þingmaður bara mark á því áliti Alþýðusambandsins sem hentar honum, sem er þá í þessu tilviki frá árinu 2012? Hefur hann kynnt sér álit Alþýðusambandsins í umfjöllun um það mál (Forseti hringir.) sem hér er til umfjöllunar? Vill hann bregðast við því?