144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:45]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er smámisskilningur hér á ferð. Hv. þm. Katrín Júlíusdóttir nefndi það í ræðu að ég hefði sagt að stjórnarandstaðan hefði kallað eftir neyðarfundi. Við fórum svo yfir það nákvæmlega hér frammi hvað ég sagði og ég skal alveg viðurkenna að ég hefði mátt orða það skýrar, en við náðum nú ekki alveg saman um merkinguna.

Þetta er sem sagt þannig, ég ætla að reyna að skýra þetta út, að Katrín Júlíusdóttir óskaði eftir því að fá aðila á fund til að fjalla um flugvallarmálið, sem ég tel mjög mikilvægt. Ég taldi hins vegar, í ljósi þess að nú starfa þingnefndir í skemmri tíma en þeim er alla jafna ætlað, að það væri nauðsynlegt að halda slíkan (Gripið fram í.) fund strax, það var eitthvað svoleiðis.

En í tilefni af orðum hv. þm. Svandísar Svavarsdóttur þá hef ég nú ekki kvartað yfir því að þingmenn tali (Forseti hringir.) nema þá þegar mér finnst (Gripið fram í.) þeir vera að brjóta (Gripið fram í.) þær reglur sem gilda um (Forseti hringir.) þingsköp. Að halda áfram efnislegri umræðu eftir (Forseti hringir.) að þingmaður hefur lokið máli sínu, vitna í hans ræðu, (Forseti hringir.) finnst mér mjög ósanngjarnt. (Gripið fram í.) Mér finnst það mjög ósanngjarnt. Ég er algjörlega sammála (Gripið fram í.) því, ef ég fengi nú að ljúka máli mínu án þess að gripið sé fram í, [Hlátrasköll í þingsal.] það er einfaldlega þannig, (Forseti hringir.) að við verðum að virða þingsköpin og hvernig þetta er sett upp.

(Forseti (SilG): Forseti minnir hv. þingmenn á að virða ræðutíma.)