144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:28]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir mjög góða ræðu sem flutt var af góðri þekkingu á málinu. Hæstv. forsætisráðherra hefur talað um að það sé þörf á fleiri virkjunum en Hvammsvirkjun til að standa undir launahækkun og kaupmáttaraukningu, að betri lífskjör verði ekki tryggð nema með því að valta yfir rammaáætlun, henda henni út um gluggann og fórna hálendinu undir vegi og raflínur.

Hv. þingmaður kom inn á að honum líkaði ekki þessi gamaldags atvinnustefna og ég bið hann að fara yfir það með okkur hér hvaða vandi fylgi slíkri stefnu, hvort hann telji líklegt að landflótti sem nú hefur aftur aukist muni stöðvast með slíkri stefnu og hvaða áhrif þetta hafi á fjölgun verðmætra starfa fyrir ungt fólk í landinu.