144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:53]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er alveg spurning hvort við séum að brjóta hér vinnuverndarlög. (Gripið fram í.) Já. [Hlátur í þingsal.] Er það gott fordæmi hjá okkur alþingismönnum þegar vinnumarkaðurinn logar og reynt er að ná einhverjum samningum að þá séum við að brjóta vinnuverndarlög og ræða rammaáætlun af því að það liggur svo á að fá rafmagn í landið? Launafólk í landinu vill ekki rafmagn í launaumslagið sitt, það vill eitthvað annað.

Það er orðin drjúg stund síðan ég óskaði eftir því að hæstv. forsætisráðherra kæmi hingað, tveir klukkutímar. Er hæstv. forsætisráðherra í bænum eins og sagt er í sveitinni? Ætlar hann sér ekkert að fylgja þessu máli eftir? (Forseti hringir.) Hann lagði upp með að þetta væri svo mikið innlegg í kjarabaráttuna en nú eru aðilar vinnumarkaðarins búnir að draga það allt í land.