144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:55]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Hér er kallað eftir hv. þingmönnum stjórnarmeirihlutans sem greiddu atkvæði með kvöldfundi. Ég get auðvitað bara komið í pontu og talað fyrir sjálfan mig, ég er tilbúinn að taka þátt í málefnalegri og gagnlegri umræðu um þetta mál. Ég var að hlusta á ágætisræðu hjá hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni og uppbyggilega orðræðu við hv. formann atvinnuveganefndar, Jón Gunnarsson. Ég mæli með því að við höldum áfram dagskránni og tökum málefnalega umræðu um það mál sem liggur fyrir og er á dagskrá. Það er nóg af þingmönnum, bæði úr stjórnarmeirihluta og minni hluta, í húsi til að taka gagnlega umræðu og málefnalega og beita rökum til að málið fái einhvern framgang.