144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:49]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Við erum sammála um að nýta orkuna og vernda og finna á því jafnvægi. Fjölbreytt atvinnuuppbygging er okkur nauðsynleg. Vöxtur í ferðaþjónustu hefur eftir sem áður verið mikill á sama tíma og við höfum náð að nýta orkuna til að mynda til álfyrirtækja, þannig að ég sé ekki neina ástæðu fyrir því að við getum ekki með skynsamlegum hætti haldið því áfram. Ég bendi jafnframt á það í sambandi við kjaramálin (BirgJ: … fleiri álver?) að þá er auðvitað gallinn við ferðaþjónustuna að hún er láglaunaatvinnugrein þannig að það blasir ekki við.

En í seinna andsvari, hvernig sér hv. þingmaður fyrir sér að leysa þann hnút sem við erum í, (Forseti hringir.) þann meiningarmun sem við höfum gagnvart breytingartillögunni og formkröfur sem mögulega þarf að breyta til þess að við getum náð sátt um þann ramma sem við höfum verið að ræða?