144. löggjafarþing — 109. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[00:24]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég þakka fyrir skýr svör, loksins. Það er ánægjulegt að vita, í það minnsta svona um það bil, hversu lengi við verðum hér. En ég sakna nú hæstv. forsætisráðherra og hefði viljað fá skýrari svör. Ég veit að það er mjög erfitt að ná í hæstv. forsætisráðherra. Hann svarar ekki síma, tekur aðeins við SMS-um og kannski er síminn hans bara rafmagnslaus. Ég bið því forseta um að tryggja að á morgun fáum við hér almennilegar umræður um þetta mál við forsætisráðherra fyrst forsendur þessarar umræðu í raun eru farnar. Það er ljóst að blessaður kallinn, hæstv. forsætisráðherra, sagði ósatt og (Forseti hringir.) því er mjög mikilvægt að hafa það í huga (Forseti hringir.) að forsendur hans eða ríkisstjórnar forsætisráðherra fyrir þessari breytingartillögu eru farnar.