144. löggjafarþing — 109. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[00:25]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það er mjög iðrandi fyrrverandi forseti sem stendur hér í ræðustól og ætlaði sér ekki að vera ónærgætinn í dag og særa tilfinningar þingmanna. Það kann að vera að í honum hafi staðið að boðað var þegar forsetavakt undirritaðs hófst að samið hefði verið um að menn mundu spara sér frammíköll. En forseti biðst hér velvirðingar á þessu og mun gæta þess að vera ekki svo ónærgætinn næstu daga. En ég vil hins vegar taka upp þykkjuna fyrir þau glæsimenni sem sitja í salnum hér til hliðar. Sagt er að hér sé enginn stjórnarliðar. Það er ekki rétt. Hv. þm. Katrín Júlíusdóttir hefði líka átt að taka eftir sessunaut sínum sem nú er reyndar í hliðarherbergi, þannig að það vantar ekkert upp á að hér séu allnokkrir stjórnarliðar, sem eru reyndar í hliðarherbergi, sem eru viðstaddir þessa umræðu.