144. löggjafarþing — 109. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[00:55]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Ég þakka hv. þm. Katrínu Jakobsdóttur. Ég held að við séum alveg að ræða kjarna máls. Ég hef þá trú að við þurfum að skýra betur formkröfurnar. Nú hef ég ekki endanlega lausn á ferlinu. Það er augljós ágreiningur um, eigum við að segja þessa endanlegu niðurstöðu á ferli rammans þegar ráðherra metur þá kosti sem eru lagðir til og skutlar á milli flokka og ef hann breytir þarf hann lögunum samkvæmt að fara í umsagnarferli, ekkert ósvipað og hæstv. ráðherra á síðasta kjörtímabili gerði. En svo kemur tillagan inn í þingið og eru margir þeirrar skoðunar að þar eigi þingmenn og nefndir að fá að geta haft skoðanir á því, og farið verði (Forseti hringir.) í svipað umsagnarferli. Ég held að við þurfum að skýra formið á þessu áður en við getum ákveðið.