144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

rammaáætlun og kjarasamningar.

[10:36]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það má þó segja þessari ríkisstjórn það til hróss að henni tekst að koma öllu í klandur sem hún kemur nálægt. Hún er búin að stoppa þingið með óbilgirni og því að skilja ekki rammaáætlun. Menn koma hér upp, nú síðast hv. fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, og hann veit ekkert hvernig lögin um rammaáætlun eru, hann hefur ekki hugmynd um það. Hann afhjúpar nú vankunnáttu sína á lögunum eins og margir á undan honum. Við höfum sagt það oft og við munum segja það aftur og aftur að um leið og ólánstillagan, breytingartillagan frá meiri hluta atvinnuveganefndar, fer héðan út munu þingstörf ganga vel. Ég er alveg til í að slá öll met í fjölda ræðna um fundarstjórn forseta ef það þarf til.