144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

rammaáætlun og kjarasamningar.

[10:46]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F):

Hæstv. forseti. Hér eru ítrekað gerðar athugasemdir við dagskrá virðulegs forseta. Þriðji dagskrárliðurinn samkvæmt dagskránni í dag er áætlun um vernd- og orkunýtingu landsvæða og eru ítrekað gerðar athugasemdir við þann dagskrárlið og að það mál sé yfir höfuð á dagskrá.

Nú eru formkröfur rammaáætlunar með þeim hætti að hv. atvinnuveganefnd hefur fulla heimild til að setja málið fram með þeim tillögum sem fylgja. Ég get borið virðingu fyrir baráttuhug hv. stjórnarandstöðuþingmanna en mér fyndist meiri bragur á því að sú barátta færi fram undir hefðbundinni dagskrá.

Hér situr til að mynda hæstv. ráðherra Eygló Harðardóttir og er tilbúin að ræða húsnæðismál við hv. þingmenn. (KaJúl: Ha? …) (Gripið fram í.)