144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:02]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég er óánægð með dagskrána sem lagt er upp með í dag og styð því þessa dagskrártillögu. Ástandið hér í salnum og framkoma forustumanna stjórnarmeirihlutans er kannski skýrasta myndin og skýringin á því ástandi sem ríkir í íslensku samfélagi þessi missirin.

Hver getur treyst fólki sem kemur fram með þessum hætti? Í stað þess að fara yfir til hvaða aðgerða verið sé að grípa, við hverja verið sé að tala, hvaða lausna sé verið að leita, koma þeir hér upp og eru með skæting.

Ég vil líka ítreka orð mín frá því í gær; meiri hlutinn hér situr í skjóli innan við 50% atkvæða kjósenda en er með 60% þingstyrk. Farið vel með þann styrk.