144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:29]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það virðist vera einhvers konar alkul á milli stjórnarflokkanna í ríkisstjórninni. Einn daginn segir hæstv. forsætisráðherra að það verði að setja þessa virkjunarkosti úr bið í nýtingu til að hægt sé að finna lausn á kjaradeilum. Hæstv. fjármálaráðherra segir síðan í dag að þessi mál hafi ekki neitt með kjaradeilur að gera. Það væri fínt að fá úr því skorið hvor þeirra verði ofan á í þessum skoðunum. Það skiptir almenning miklu máli að fá þetta á hreint því að það er alveg ljóst að allir þeir sem hæstv. forsætisráðherra gaf í skyn að hefðu þrýst á að þetta væri fært í nýtingu könnuðust ekki við að hafa sett þá kröfu til lausnar á kjaradeilum. Mér finnst það alvarlegt mál að hafa svona mikilvæga hluti í flimtingum af æðstu yfirmönnum þjóðarinnar.