144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:35]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Kannski tekst meiri hlutanum að þjösna því í gegnum þingið, með alls konar lögfræðilegum útúrsnúningum, orðhengilshætti og vafasömum túlkunum, með fordæmalausri breytingartillögu á milli umræðna, að það verði virkjað í Skrokköldu og neðri hluta Þjórsár. Við vitum þá ekkert hvað verður um laxastofninn í neðri hluta Þjórsár. Við vitum þá ekkert hvaða áhrif línurnar hafa upp á miðhálendið og vegirnir, við Skrokköldu, (JónG: Það verður í jörðu, bara svo að þú áttir þig á því.) það er ekki búið að meta þetta. (JónG: Það þarf ekki …) (Forseti hringir.)

Ég spyr samviskuspurningar, alla aðra en hv. þm. Jón Gunnarsson: (Forseti hringir.) Viljið þið standa að þessum framkvæmdum svona? Viljið þið að það verði virkjað með þessum hætti? Viljið þið ekki að þessum spurningum sé svarað (Forseti hringir.) og náttúran njóti vafans? Um það snýst þessi tillaga og ég segi já við henni. [Kliður í þingsal.]

(Forseti (EKG): Forseti telur sig ekki fara fram á mikið, að hann fái hljóð til að kynna hv. þingmenn. )