144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:44]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég segi nei eins og ég gerði í gær. Það er svolítið sérstakt að verið sé að greiða atkvæði um þetta hérna aftur. Ég skil stjórnarandstöðuna þannig að þeir vilji ræða stöðuna á vinnumarkaði en ég kom hingað upp áðan og benti á að það væri engin beiðni um utandagskrárumræðu. (Gripið fram í.) Það er þannig, það er engin beiðni um utandagskrárumræðu. Hins vegar kom fram beiðni í fyrradag um munnlega skýrslu, sem er annað, en ég hef einhvern veginn skilið á málflutningi stjórnarandstöðunnar að sú beiðni hafi legið fyrir í langan tíma. Það er fullkomlega eðlilegt að formenn þingflokka ræði þetta við forseta og fjármálaráðherra. (Gripið fram í.) Ég get ekki ímyndað mér annað en sú beiðni verði tekin til greina í þeirri röð sem við þurfum að sjálfsögðu að fara eftir varðandi utandagskrárumræður og annað. Á meðan ræðum við hér rammann, klárum það mál, greiðum atkvæði og vindum okkur svo í mikilvæg mál. Það er allt stopp vegna þess að það er bullandi málþóf í gangi. (Gripið fram í.)

(Forseti (EKG): Þarf forseti enn að endurtaka orð sín frá því áðan?) [Kliður í þingsal.]

(Forseti (EKG): Forseta þykir leitt að trufla þessar mikilvægu samræður í þingsalnum.)