144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

lengd þingfundar.

[11:57]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í ljósi þess að hv. þm. Jón Gunnarsson hefur farið mikinn undir öllum mögulegum dagskrárliðum hér í morgun úr þessum stóli og líka úti í sal, vegna ummæla um að þetta ferli væri ekki lögum samkvæmt, vil ég fara aðeins með það sem hann er að rengja, texta úr umsögn umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, þar sem segir beinlínis, með leyfi forseta: (Forseti hringir.)

„Það er því mat umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að lög nr. 48/2011 geri ekki ráð fyrir að Alþingi …“

(Forseti (EKG): Forseti er að vekja athygli á því að þetta er ekki umræða um lengd þingfundar.)

Virðulegi forseti. Hér hefur hv. þm. Jón Gunnarsson fengið að fara mikinn úti í sal og líka hér í ræðustóli um þetta mál og því leyfi ég mér að lesa það sem hann er að rengja.

„… geti gert breytingar á flokkun þessara kosta þar sem lögbundið ferli verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur ekki farið fram hvað þá varðar.“

(Forseti hringir.)

Það er út af þessu sem (Forseti hringir.) verið er að kalla hér á lengdan þingfund vegna þess (Forseti hringir.) að menn ætla að fara gegn því áliti sem hér var lesið upp. (Forseti hringir.) Um það snýst þetta.