144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

lengd þingfundar.

[12:00]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég er að sjálfsögðu tilbúinn að ræða þetta mikilvæga mál í kvöld, en ég skil ekki alveg þá þingmenn í minni hlutanum sem eru ekki tilbúnir að ræða þetta mikilvæga mál í kvöld. Þeir hafa notað hvert einasta tækifæri héðan úr ræðustól og úr þingsætum til að ræða þetta mikilvæga mál, alveg sama hvort það hefur verið á dagskrá eða ekki. En svo þegar kemur að því að ræða það í kvöld, nei nei, þá er það Eurovision, þá er það allt í einu mikilvægara að sitja heima og horfa á Eurovision en að ræða málin og klára þau og láta eitthvað ganga, skila einhverjum afköstum á þessum bæ.