144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

lengd þingfundar.

[12:06]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Eins og allir vita þá er ófremdarástand úti í samfélaginu og ég vildi óska þess að við þingmenn allir gætum fundið leið til að setja þau mál í forgang. Eina leiðin til þess er að fresta þessu máli.

Í alvöru talað, er þetta aðalmál ríkisstjórnarinnar? Það lítur út fyrir að þetta sé það mál sem ríkisstjórnin telur og þingmenn allir í stjórnarmeirihluta sé forgangsmál á þessu þingi meðan það er rosalega slæmt ástand í samfélaginu. Ég biðla til ykkar, þingmenn stjórnarmeirihlutans, að kalla eftir því að við finnum leiðir saman til að koma okkur úr þessum ógöngum því það stendur á þinginu líka.