144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

um fundarstjórn.

[12:30]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill taka fram að hann biðst ekki undan gagnrýni, tekur henni almennt bara heldur vel. Forseti hefur reynt að rækja hlutverk sitt eins vel og honum er auðið. Honum geta auðvitað orðið á mistök. Forseti taldi hins vegar að sú ræða sem þarna var vitnað í og var flutt hefði farið með einhverjum hætti út fyrir ramma þess sem við vorum að ræða en auðvitað er forseti ekki óskeikull í þeim efnum og þess vegna er hann undirorpinn gagnrýni eins og allir aðrir.