144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

um fundarstjórn.

[12:47]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Það var sagt í minni sveit „fæðist lítill fótur“, þegar eitthvað var að gerast. Þegar hv. þm. Jón Gunnarsson kom hérna upp áðan eftir ræðu hv. þm. Svandísar Svavarsdóttur þá hélt ég að það væri eitthvert eggjahljóð í honum, hann væri að leggja eitthvað gott til málanna. En það var öðru nær. Þegar leið á þessa ræðu sem er ein mínúta var hann búinn að snúa alveg blaðinu við og forhertist og gaf ekkert færi á því að ná sáttum í þessu máli. Það er auðvitað með ólíkindum að ekki sé hægt að tefla fram við þessar aðstæður einhverjum sem hefur í sér snefil af sáttavilja. Og hæstv. fjármálaráðherra kom hérna áðan forseta til varnar af því að þingheimur gengi svo hart að forseta. Væri ekki nær að hæstv. fjármálaráðherra kæmi með einhverjar tillögur í þessu máli til að losa forseta (Forseti hringir.) úr þeirri erfiðu stöðu sem hann er í?