144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

aðkoma ríkisins að kjarasamningum.

[13:25]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég þakka svörin og mig langar þar af leiðandi að fara aðeins ítarlegar í þetta. Mig langar líka að benda á að hæstv. forsætisráðherra sagði í viðtali sem ekki er hægt að misskilja að það væri þrýstingur frá deiluaðilum um að virkja, að það væri forsenda fyrir því að leysa kjaradeiluna.

Ég heyrði að hæstv. ráðherra nefndi húsnæðismálin. Mig langaði aðeins að fá betri útskýringu á hvað það er sem ráðherrann á við og jafnframt ef það er möguleiki að fá aðeins betri útfærslu á því hverjum breyting í tekjuskattskerfinu á að gagnast og hvort ráðherrann sé jafnvel sammála því að krafa um 300 þús. kr. lágmarkslaun væri sanngjörn.