144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

ósk um fund forseta með þingflokksformönnum.

[14:07]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Við tökum örugglega öll undir óskir hæstv. forseta til fulltrúa okkar í Eurovision. En því miður halda leiðindin áfram í þessum sal og aldrei er góð vísa of oft kveðin. Ég held að sú vísa, sem rímar ekki, sé þannig að draga eigi ólánstillöguna til baka, fjalla um tillögu umhverfisráðherra eins og hún var lögð fram, ríkisstjórnin eigi að setja kraft í verkefnaáætlun um verkefnavinnuna í sumar og að ljúka verði faglegri umfjöllun um þá fjóra kosti sem bætt er við í ólánstillögunni, eða þrjá ef þeir standa eftir, og síðan sé hægt að taka aftur til við málið í haust.