144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

ósk um fund forseta með þingflokksformönnum.

[14:12]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Það var svolítið áhugaverð tillaga sem síðasti ræðumaður flutti hérna um að einangra vandann og reyna svo að finna lausn. Ég hvet hæstv. forseta til þess að taka það til alvarlegrar íhugunar.

Ég ítreka það sem ég hef sagt hér áður en verð því miður að segja eina ferðina enn að ég tel ekki hægt að gera neitt annað en að hæstv. forseti setjist niður með þingflokksformönnum og jafnvel öðrum, formönnum flokkanna eða einhverjum öðrum — ég gæti jafnvel hugsað alveg út fyrir boxið — slembiúrtaki þingmanna. Það þarf að setjast niður og ræða sig að lausn. (Forseti hringir.) Mér finnst við alveg mega koma með einhverjar frumlegar hugmyndir og prófa hvort þær virki því að það (Forseti hringir.) sem hér er í gangi virkar augljóslega ekki.