144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

ósk um fund forseta með þingflokksformönnum.

[14:14]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Við ræðum hér enn og aftur fundarstjórn forseta og ekki að óþörfu. Ég tel að á þeim þingmönnum sem bera ábyrgð á því að hafa lagt fram þessa breytingartillögu hvíli mikil ábyrgð að beita sér fyrir því að leysa þetta mál. Þeir eru hv. þingmenn Jón Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Páll Jóhann Pálsson, Haraldur Benediktsson, Þórunn Egilsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson. Það hvílir mikil ábyrgð á herðum þessara þingmanna. Þeir verða að leggja sig fram um að leita lausna í þessu máli. Við munum eftir máli sem var líka alvarlegt, kerfisáætlunarraflínur, þar sem tókst að finna lendingu. Þá beittu ákveðnir þingmenn sér fyrir því . Hvernig væri nú að dusta rykið af (Forseti hringir.) þeirri sáttaleið sem hægt var að fara?