144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

ósk um fund forseta með þingflokksformönnum.

[14:20]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S):

Virðulegi forseti. Ég ætla að taka undir með hv. þm. Jóni Gunnarssyni að við viljum finna lausn á þessu máli. Hv. þm. og formaður Bjartrar framtíðar ræddi það líka rétt áðan að lausnin er til á málinu. Ég held að það sé auðvitað mjög mikilvægt að við finnum þá lausn. Það var þrúgandi að vera hérna fram að hádegi í þingsalnum og hlusta á þessa miklu reiði sem er í þingheimi, djúp reiði. Ég velti fyrir mér þegar ég sat í þingsalnum að það væri eins og margir þingmanna í salnum nærðust á þeirri reiði og það er spurning hvort það væri ekki ágætt að við gæfum fólkinu í landinu og okkur sjálfum aðeins frí frá þessari miklu reiði sem blasir við og reynum að snúa okkur að málefnunum, vegna þess að þau bíða og ef lausnin er fyrir hendi þá skulum við öll fara og grípa hana.