144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

ósk um fund forseta með þingflokksformönnum.

[14:33]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Við ætlum víst að taka annan dag í þetta, enn einn daginn. Það sem ég hef reynt að leggja áherslu á upp á síðkastið er að við þurfum að finna rammann um einhverja farsæla leið inn í framtíðina. Við getum það ekki með þetta mál á dagskrá, rammaáætlun, ekki með þessari breytingartillögu hv. atvinnuveganefndar. Því vil ég taka undir þær óskir sem hafa komið fram um að samtöl um þetta mál eigi sér stað milli þingflokksformanna, virðulegs forseta þingsins, formanna og annarra sem vettlingi geta valdið, til þess að reyna að finna hvernig við leysum þennan hnút eða alla vega tökum eitt og eitt band úr honum. Ég tel það mjög mikilvægt, vegna þess að það eru ekki þessar tilteknu virkjanir sem eru aðalmálið, ferlið er aðalmálið, það er rammaáætlunin sjálf sem er aðalmálið, 3. áfangi verkefnisstjórnar.