144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

ummæli sjávarútvegsráðherra og sameining skóla.

[15:28]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég vil taka undir orð hv. þm. Árna Páls Árnasonar sem er formaður Samfylkingarinnar og taka undir ósk hans um að hér verði strax komið á dagskrá umræðu um sameiningu Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans ehf. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum frekar en hér í þingsal átti að renna öðrum hreina starfsmenntaskólanum undir einkaskólann Tækniskóla án þess að ræða það í þingsal. Það er stefnubreyting í skólamálum. Það er ekki líklegt að það ýti undir og fjölgi nemendum í starfsmenntanámi í landinu. Ég tek líka undir þá ósk að hér verði sú umræða sem óskað hefur verið eftir og hún verði lengri en vaninn er.