144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

ummæli sjávarútvegsráðherra og sameining skóla.

[15:32]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það er mjög nauðsynlegt að forseti nái samkomulagi um hvernig við getum haldið áfram reglulegum þingstörfum vegna þess að það eru mörg mál sem þarf að ræða og er brýnt að ræða. Í þessari andrá er helst talað um að hér þurfi að ræða við menntamálaráðherrann. Það er komið lögfræðiálit um að æfingar hans um það að flytja Iðnskólann í Hafnarfirði inn í Tækniskólann stangist á við lög. Hann er að rústa framhaldsskólakerfinu. Það heyrast sögur um að það sé eitthvað í gangi varðandi tónlistarkennslu á framhaldsstigi úti á landi, menn séu eitthvað að brugga þar, hræðilegar sögur sem maður heyrir um það. Það þarf að spyrja ráðherra út í það.

Virðulegi forseti. Síðan þarf náttúrlega að ræða kjaramálin vegna þess að þetta þjóðfélag er að stoppa og það mun stoppa eftir tíu daga eða (Forseti hringir.) eitthvað svoleiðis. Þá verður það ekki bara þingið sem er stopp, heldur allt þjóðfélagið.