144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:36]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Helsta ástæða mín til að kveðja mér hljóðs núna var að ég ætlaði að spyrja hæstv. forseta um það sem ég spurði þann hæstv. forseta að sem var hér á stól áður. Er forseti þingsins að reyna að leysa þennan hnút? Nú heyrðist mér á hv. þm. Svandísi Svavarsdóttur, sem er formaður þingflokks Vinstri grænna, að svo sé ekki. Ef það er rétt vil ég endilega hvetja til þess að menn reyni samningaviðræður, reyni að leysa þennan hnút. Það hefur margsinnis verið bent á hvernig það megi gera, því að þetta mun halda áfram ef ólánstillaga meiri hluta atvinnuveganefndar verður ekki tekin út af borðinu.